Skiltagerð
Við hjá Skilti og Merkingar höfum verið að gera skilti fyrir einstaklinga og fyrirtæki síðan 1999 og setjum metnað og vandvirkni í öll okkar verk.
Við hönnum hurðaskilti, skilti á krossa, skilti á púlt, gæludýra krossa, gæludýrapúlt, herbergisnúmer fyrir hótel, stálskilti fyrir legsteina og sérsmíðuð skilti með þinni hönnun eða okkar útgáfu.
Við höfum unnið skilti og merkingar fyrir Icelandair, HS Veitur, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fleiri fyrirtæki.
Öll okkar skilti eru ígrafin með cnc fræsara og tryggir það að endingin er mun betri en aðrað aðferðir sem eru notaðar í skiltagerð.
Okkar vinsælu ferhyrndu hurðaskilti sem hægt er að fá í Svörtu, Hvítu, Gylltu og Silvur.
Okkar vinsælu spoöskjulaga hurðaskilti sem hægt er að fá í Svörtu, Hvítu, Gylltu og Silvur.
Skilti á krossa sem hægt er að fá í Svörtu og hvítu með allskyns merkjum.
Við sérsmiðum skilti og merki fyrir þitt fyrirtæki eða verkefni.
Skilti á gæludýraleiði í ýmsum gerðum og merkjum. Sníðaðu skilti eftir þínu höfði og texta.
Sérsmíðuð stálskilti
Við sérsmíðum stálskilti í öllum stærðum og gerðum. Þetta eru skilti sem endast! Endilega hafðu samband varðandi tilboð í þitt verk. Eða skoðaðu skilti sem við höfum gert og fáðu hugmyndir.
Einnig erum við að hanna skilti fyrir verðlauna bikar, hótel herbergi, skrifstofuna eða barmmerki úr öðrum málmum, td. 316 riðfrítt messing og ál.