Verkefni fyrir Ormsson - Bang & Olufssen hátalari sem var hannaður af Ella Egilsson Fox
Share
Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að Elli Egilsson Fox hannaði nýjan Bang & Olufsen hátalara í samstarfi við Ormsson. Það vita hins vegar færri að við hjá Skilti & Merkingum fengum þann heiður að smíða skiltin fyrir þessi 50 sérútgáfu eintök. Við erum ótrúlega stolt af þessu verkefni og vildum endilega deila því með ykkur.
Við unnum náið með Ormsson að gerð gylltra skilta sem fylgja þessum sérsmíðuðum hátölurum. Við fengum frumhönnunina frá þeim og endurgerðum hana fyrir okkar búnað, þannig að allt passaði fullkomlega. Þetta var bæði skemmtilegt og mjög lærdómsríkt verkefni.