Smíðað er úr plötum eftir málum og fer þykkt oftast eftir stærð skiltis. Grafið er í málma eins og 316 riðfrítt, messing, ál, 0,5 til 4 mm. þykkt. Gott er að senda inn mynd með málum, hæð og breidd af því sem skiltinu er ætlað að fara á. Sama á við tveggjalaga plastskiltin. Þau koma í 1,5 og 3,2 mm þykku efni sem er grafið í, líkt og hurðaskiltin okkar.
Vinsamlegast setið fram smá hugmynd um hvernig skiltið á að vera í laginu og hvað á að grafast í efnið sem valið er. Gott er að skoða sýnishornin hér með til að gera sér grein fyrir og fá hugmyndir um útlit og ummál á skilti.
Þegar þessar upplýsingar hafa verið sendar, sendum við til baka tölvuteikningu sem sýnir uppsetningu og lag á skiltinu sem má svo breyta þar til útlitinu er náð sem óskað er eftir.
Skiltin eru greidd eftir að ákveðið hefur verið hvernig skiltið á að vera og verð hefur verið gefið upp eftir að endanleg pöntun hefur farið fram.
Pöntunin í framleiðslu eftir að greiðsla berst með millifærslu inn á bankareikning nr: 0370- 26- 291157 kt. 291157-4329 nema um annað hafi verið samið.
Einnig má hafa samband á netfanginu [email protected] og eða síma 8957745