Skilmálar

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Kirkjuland ehf., kt. 471215-0820, virðisaukaskattsnúmer 136345 sem á og rekur heimasíðuna www.skiltiogmerkingar.is og framleiðir allar vörur á söluskrá. Kirkjuland ehf. er skráð í Firmaskrá Íslands.

 

Almennt

Seljandi skuldbindur sig til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef að kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einnig ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun.

Ef þig vantar aðstoð við að panta í vefverslun skiltiogmerkingar.is eða vilt einfaldlega klára kaupinn í gegnum síma getur þú hringt í 895-7745 á opnunartíma. Einnig er hægt að senda SMS eða tölvupóst á [email protected] sem við reynum að svara eins fljótt og hægt er.

 

Verð

24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð eru birt með fyrirvara og áskilur Kirkjuland ehf. sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.  Ef efni í vöruna er ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram.

 

Pantanir

Næsta virkan dag eftir að staðfesting um greiðslu hefur borist fer varan í framleiðslu og þar á eftir í afgreiðslu. Flestar vörur fara í framleiðslu næsta virkan dag eftir að pöntun hefur verið staðfest. Sendur er út tölvupóstur um hvenær varan verður framleidd og tilbúin til afhendingar. Framleiðsla á ígröfnum málmskiltum getur tekið tvær vikur þar til varan er tilbúin til afhendingar. Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda.  Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntunina með greiðslu. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.  Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup.

 

Afhendingar

Afhendingartími er að jafnaði 2 til 7 virkir dagar sem líða þar til varan er komin til kaupanda eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Þegar varan hefur verið pöntuð og greidd fer hún í vinnslu og næsta virkan dag tilbúin til afhendingar á staðnum eða til sendingar td. sent á vegum starfsmanna Kirkjulands á höfuðborgarsvæðið og með Íslandspósti út á land, þá sendir Íslandspóstur tölvupóst þegar þeir móttaka og skanna inn pakka í póstmiðstöð, það á við um pakka en ekki umslög.

Af vörum sem dreift er af Íslandspósti gilda afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.  Sendigjald.  A4 umslagi er sendigjald 450 kr. td. létt ígrafin skilti. Pakkar td. kross er sendigjald 1450 kr.

Ef þú valdir að fá að sækja vöru í afgreiðslu Kirkjulands ehf. þarft að bíða eftir SMS eða tölvupósti frá starfsmanni þess efnis að varan sé tilbúin til afhendingar á venjulegum opnunartímum eða eftir nánara samkomulagi í síma 895-7745 eða með tölvupósti [email protected]

 

Greiðslumátar

Í vefverslun www.skiltiogmerkingar.is hjá Kirkjuland ehf. er boðið upp á eftirfarandi greiðslumáta:

Millifærsla í banka eða heimabanka     

Þegar þú hefur móttekið pöntunarstaðfestingu frá okkur, millifærir þú upphæðina inn á reikning okkar 370-26-471200, kt. 471215-0820 og sendir staðfestingu á [email protected]

Debet / Kredit kort

Færsla fer í gegnum greiðslusíðu Borgunar og þar þarf að fylla út kortanúmer, gildistíma og CVC öryggisnúmer.

Við geymum engin kortanúmer, allar kortafærslur fara í gegnum vef Borgunnar hf.  Allt greiðsluferlið er í samræmi við öryggiskröfur frá alþjóðlegum kortafyrirtækjum eða svokölluðum PCI-DSS staðli.

Næsta virkan dag fer varan í framleiðslu og daginn þar á eftir tilbúin til afhendingar, eða td. í póst.

Ef vandamál koma upp við millifærslu eða staðfestingu er bent á að senda tölvupóst sem allra fyrst á [email protected] eða hringja í síma 895-7745.

 

Skilaréttur

Skilaréttur er aðeins virkir 15 daga ef varan sem var framleidd eftir pöntun reynist gölluð og ekki eins og kaupandi óskaði.
Æskilegt er að varan sé í upprunalegum umbúðum og í upprunalegu ástandi og framvísun kaupnótu er skilyrði.
Ekki er hægt að skila gallalausri forsniðinni vöru t.d. ígröfnum skiltum sem eru sérsmíðað til fyrir viðskiptavin.

Á www.neytendastofa.is  er að finna frekari upplýsingar um skilarétt. Vakin er athygli á því að sönnunarbyrði um að réttur til að falla frá samningi sé nýttur í samræmi við ákvæði 19. gr. laga um neytendasamninga nr. 16/2016, hvílir á viðskiptavininum, sbr. g-liður 1. mgr. 5. gr. laganna.

Lög og varnarþing samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Kirkjuland ehf.

Kirkjulandi

162 Reykjavík.

Kt. 471215-0820

VSK: 136345

Netfang: [email protected]

Sími: 895-7745

 

Höfundaréttur og vörumerki

Allt efni á vefsvæði SkiltiogMerkingar.is s.s. texti, grafík, lógó og myndir eru eign Kirkjulands ehf.

Önnur notkun, t.d. afritun, breytingar, dreifing, sending, endurdreifing eða önnur notkun er bönnuð nema með skriflegu leyfi frá Kirkjulandi ehf.