Um fyrirtækið

Skilti og Merkingar ehf var stofnað 1. september 1999 af Borgari Ólafssyni upp úr kaupum á krossa og grafvélahluta Skiltahúsins sem framleitt hafði krossa og skilti frá árinu 1990.

Krossasmíðin og skiltagerðin hefur verið endurbætt og framleiðum við tíu mismunandi gerðir af krossum og púltum til merkinga á grafreitum manna og dýra.

Í dag smíðum við vinsæl og ódýr hurðaskilti, skilti á krossa, legsteina, minnisvarða, styttur o.m.fl. eftir óskum. Við gröfum í plast, ryðfrítt stál, messing, tré og ál eftir málum.

Við leggjum mikla áherslu á að framleiða vörur sem endast í áratugi og þurfa aðeins lágmarks viðhald.

Afhendingartími er að jafnaði tveir til sjö virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.  Varan er send í pósthús eða beint til kaupanda gegn vægu gjaldi, eða eftir nánara samkomulagi.

 

Kirkjuland ehf.

Kirkjulandi

162 Reykjavík.

Kt. 471215-0820

VSK: 136345

Netfang: [email protected]

Sími: 895-7745